Brúin

 Hugmyndin að baki Brúarverkefninu var fyrst og fremst að skapa nemendum fjölbreytt tækifæri til að fást við heildstæð, samþætt viðfangsefni.

Skólaárið 2023-2024

 

Grunnurinn að brúarverkefnum

Brúarásskóli hefur á síðustu árum viljað færa skólastarfið í takt við þarfir 21. aldarinnar. Hugmyndir um að losa okkur úr viðjum námsgreinakennslu og yfir í að kenna viðfangsefni og flétta námsgreinarnar þar inní höfðu mikinn hljómgrunn og það að hafa teymi kennara um kennsluna. Auka val nemenda, sjálfstæði og ábyrgð voru aðal markmiðin. Sóttur var styrkur í sprotasjóð sem fékkst og farið af stað með þróunarverkefnið þematengdar spannir sem gengur  nú undir vinnuheitinu Brúin.  

Heitið Brúin vísar til staðarins og nálæðinnar við brýrnar yfir Jökulsá á Brú. Brúin tengir saman námsgreinar, aldur og það að við lærum sjálf með því að afla okkur upplýsinga og miðla þeim síðan áfram.

Skólaárinu er skipt í fjórar spannir sem hver um sig hefur ólíkar áherslur en þó er íslenska og stærðfræði rauður þráður í gegnum allt námið. Nemendur vinna þrjú til fjögur stærri þemaverkefni á hverri spönn jafnhlið því að fylgja námsáætlunum. Á yngsta stigi er vinnan tengd Byrjendalæsis verkefninu en eldri nemendur hafa meira val og stjórna vinnunni meira sjálfir eftir því sem þeir eldast. Einnig er unnið með Orð af orði á mið- og unglingastigi. Í lok hvers verkefnis halda nemendur kynningu á sínum verkefnum fyrir sinn hóp og gesti (nemendur og starfsfólk). Í lok hverrar spannar koma foreldrar í hús og sjá afraksturinn. Hér fyrir neðan má sjá skipulag spannanna (fjögur skjöl) og einnig yfirlitsblað yfir áherlsur og þemu.

Ingvar Sigurgeirsson kom og kynnti sér þróunarverkefnið og skrifaði grein sem ber heitið " Það er gott að geta valið um það sem maður VILL læra"

Skólastýran hefur einnig kynnt verkefnið út á við m.a. á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun.

Lokaskýrslu til Sprotasjóðs var skilað haustið 2017, hana má sjá hér.

 

Skólaárið 2022-2023

Skólaárið 2021-2022

Skólaárið 2020-2021

Skólaárið 2019-2020

Skólaárið 2018-2019

 

Skólaárið 2017-2018

Skólaárið 2016 - 2017

Skólaárið 2015 - 2016