Slys í skóla
Starfsmanni skólans sem kemur að slösuðu barni ber að meta alvarleika slyssins, gera umsjónarkennara og/eða foreldrum viðvart. Í öllum tilfellum skal láta skólastjóra vita. Þvínæst skal metið hvort kalla skuli til sjúkrabíl, fara með barnið á heilsugæslustöð eða láta sækja barnið. Ef fara þarf með barn á heilsugæslustöðina skal starfsmaður skólans fylgja barninu og annast það uns það er komið í umsjón foreldra eða forráðamanna.
Tognun: Kæla strax í 10-15 mínútur og vefja þétt með teygjubindi. Ef tognun er alvarleg ber að hafa samband við lækni.
Beinbrot: Koma viðkomandi undir læknishendur sem fyrst og hlúa vel að þeim slasaða. Ef um opið beinbrot er að ræða skal kalla til sjúkrabíl og víkja ekki frá þeim slasaða þar til sjúkrabíllinn kemur.
Bruni: Stöðug kæling (ekki of kalt vatn). Koma viðkomandi undir læknishendur.