Í verkefninu List án landamæra skólaárið 2013-14 var þemað vatnaskrímsli. Unglingadeild Brúarásskóla tók það mjög alvarlega og vann með þjóðsögur af skrímslum í Jökulsá á Dal. Þau bjuggu til stuttmyndir sem voru sýndar á listahátíðinni á Egilsstöðum þá um vorið. Nemendurnir lögðu mikinn metnað í verk sín og þau gefur að líta hér:
Blóðrauð örlög, eftir Fríðu, Magga og Sigurjón.
Dauðinn, eftir Gest, Sóllilju og Jón Axel.
Dularfulli grænskuggi, eftir Guðnýju Eddu og Æsu.
Morð við steinbogann, eftir Stefán Berg, Valda og Láru.
Nykur í Jöklu, eftir Örn, Dvalin og Heiðrúnu.
Óvætturin á Skeggjastöðum, eftir Sigmar, Söru og Aron.