Umsjónarkennari gerir skólastjóra, viðkomandi kennurum og öðru starfsfólki skólans grein fyrir stöðu mála.
Allt ferlið er skráð af umsjónarkennara og foreldrar eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik.
Endurmat. Dugi þær aðferðir sem beitt er við lausn eineltismáls ekki er ferlið allt endurmetið.
Hlutverk starfsmanna skólans er að
vera vakandi yfir líðan og velferð nemenda og koma vitneskju um einelti sem allra fyrst til umsjónarkennara eða skólastjóra.
Hlutverk nemenda skólans er að
koma vitneskju um einelti til umsjónarkennara, kennara eða skólastjóra.
Hlutverk foreldra er að
vera vakandi yfir líðan, námsárangri og félagslegri stöðu barna sinna.