Námsmat

Þegar ný aðalnámskrá kom út 2011 fór Brúarásskóli í þróunarstarf varðandi námsmat. Ákveðið að einblína á leiðsagnarmat því rannsóknir hafa sýnt að það nýtist nemendum best og gefa bókstafi á unglingastigi en umsagnir hjá yngri nemendum. 

Kennt er í fjórum spönnum og í lok hverrar koma foreldrar í hús og nemendur kynna þemaverkefni spannarinnar.

Í nóvember er lykilhæfni nemenda metin og það mat gert sýnilegt á Mentor.

Í febrúar er frammistöðumat gert af nemendum og kennurum og það gert sýnilegt vel fyrir hefðbundið foreldraviðtal.

Að vori fá nemendur vitnisburðarblað fyrir allt skólaárið.

Nemendur fá fjögur viðtöl við umsjónarkennara tvö þeirra er með foreldrum og tvö einstaklingsviðtöl eitt fyrir áramót og annað eftir áramót.