Nýsköpunarskóli

Síðustu ár hefur áhersla verið lögð á nýsköpun í skólanum og hún hefur unnið sér fastan sess í skólaárinu. Nýsköpun er kennd í lotum með smíðakennslunni ásamt því að tvisvar á ári eru haldnir sérstakir dagar þar sem nýsköpunarhugmyndir er fullmótaðar og haldnar sýningar. Við höfum tekið þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna og nokkrir nemendur komist í vinnusmiðju og fengið verðlaun. Brúarásskóli ber síðan titilinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla bæði 2012 og 2013. 

Þessi kennsla hefur verið mikil innspýting fjölbreyttra kennsluhátta í skólanum okkar. Hugsunarháttur barnanna hefur gjörbreyst, þau taka betur eftir umhverfi sínu en áður og eiga frumkvæði að því að hugsa um hvernig leysa megi og bæta það sem á vegi þeirra verður. Ósjaldan heyrist, heyrðu, ég er með frábæra nýsköpunarhugmynd.