Inngangur
Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Símenntunaráætlun gerir ráð fyrir þátttöku allra starfsmanna og að allir fái tækifæri til að eflast í starfi og styrkja fagvitund. Mikilvægt er að allir séu sáttir við áætlunina.
Símenntun fer fram á reglulegum fundum starfsfólks svo og á sérstökum námskeiðum sem haldin eru á skipulagsdögum / undirbúningsdögum ýmist fyrir alla starfsmenn eða minni hópa innan starfsmannahópsins.
Miðvikudagsfundartímar eru nýttir til sameiginlegra funda þ.á.m til að sinna símenntun.
Aðdragandi og undirbúningur
Á vorin fer fram starfsmannaviðtal og starfsmannakönnun þar sem m.a. er rætt um símenntun starfsmannsins og óskir hans um símenntun. Þessar óskir eru hafðar til hliðsjónar við gerð símenntunaráætlunar.
Markmið
Að starfsmenn fái tækifæri til að taka þátt í símenntun sem eflir þá í lífi og starfi.
Að styrkja tengsl innan starfsmannahópsins.
Að þróa starf skólans og innleiða vinnubrögð og viðhorf í takt við Lög um grunnskóla og Aðalnámskrá grunnskóla.
Leiðir að markmiðum
Í árlegum starfsmannaviðtölum og starfsmannakönnun er þörf og áhugi starfsmanna fyrir símenntun könnuð og rædd. Niðurstöður þess eru nýttar til undirbúnings nýs skólaárs. Í upphafi skólaárs eru haldin námskeið fyrir starfsmenn. Viðfangsefni þess er valið með tilliti til þeirrar megináherslu sem lögð er í símenntun hvers skólaárs. Oft er um að ræða innleiðingu á nýjum vinnubrögðum eða upphaf þróunarvinnu. Ef um þróunarvinnu er að ræða er henni fylgt eftir með reglulegri vinnu á fundartímum yfir skólaárið. Þar að auki eru fræðslufundir og minni námskeið yfir skólaárið.
Framkvæmdaráætlun
Áætlun fyrir árið 2018-2019
Verkfærakistan Vanda Sigurgeirsdóttir
Útikennslunámskeið Jakob Frímann Þorsteinsson
Menntabúðir rafrænir kennsluhættir Ingvi Hrannar Jónsson
Námsferð til Edenborgar, innri styrkur, útikennsla, námskeið og skólaheimsóknir