Fréttir & tilkynningar

01.10.2025

Jákvæður skólabragur

Öllum skólum á Íslandi ber að stefna að því að skapa jákvæðan skólabrag. Með því er átt við að reynt sé að skapa nemendum og starfsfólki aðstæður sem þeir geta blómstrað í. Þetta hljómar auðvitað einfalt en svo getur verið ýmislegt sem stendur í vegi fyrir því að þetta takist en þó má segja að mikilvægast sé að allir rói í sömu átt við að reyna að skapa þennan jákvæða skólabrag. Liður í umbótaráætlun Brúarásskóla er að skilgreina þann skólabrag sem Brúarásskóli hefur og vill halda. Síðastliðið vor tók allt starfsfólk skólans þátt í að setja í orð þann skólabrag sem einkennir Brúarásskóla og þann hluta hans sem við viljum efla og standa vörð um. Nú á haustdögum var svo haldinn fundur með 5.-8. bekk og 9.-10. bekk þar sem nemendum gafst kostur á að skilgreina það sem einkenndi skólabrag Brúarásskóla og það var ánægjulegt hvað starfsfólk og nemendur voru sammála um margt. Það kom síðan í hlut skólastjóra að koma öllum þessum punktum í samfelldan texta sem við birtum hér með.
30.09.2025

Ævar Þór las úr bókinni Skólastjórinn

Ævar Þór kom í skólann og las úr bók sinni Skólastjórinn. Krakkarnir sýndu upplestri hans mikinn áhuga og þeim var þakkað sérstaklega fyrir að hafa gott hljóð á meðan á upplestrinum stóð.
23.09.2025

Gæludýradagurinn og haustþing

Við höfum þá ánægju að tilkynna að næstkomandi dagar verða einstaklega skemmtilegir og viðburðaríkir í skólanum okkar! Fyrst ber að nefna að á fimmtudaginn 25. september verður haldinn hinn árlegi gæludýradagur, sem alltaf vekur mikla gleði meðal nemenda okkar. Einnig viljum við minna á að á föstudaginn 26. september verður haustþing fyrir allt starfsfólk skólans og leikskólans. Það þýðir að hvorki verður kennsla í skólanum né opið í leikskólanum þann dag.