Að LEGO-ferð lokinni

Reykjavíkurferðin heppnaðist mjög vel. Við heimsóttum Össur, RÚV og Þjóðminjasafnið, fórum í bíó, á Útsvar, á undankeppni Eurovision, í sund og í búðir. Báðum liðum gekk vel í LEGO-keppninni, stúlkurnar fengu verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið, og þær komust auk þess í undanúrslit í brautinni. Þær voru með þriðja hæsta skor í braut. Strákarnir voru með annað hæsta meðalskor í brautinni, og þeir voru tilnefndir til heildarverðlaunanna. Þannig að við erum mjög ánægð og sátt. Ferðin heim gekk eins og í sögu, við viljum þakka Seyðfirðingum samfylgdina og Steina fyrir að vera frábær bílstjóri. Kíkið á myndirnar hér.