Frumsýning á ,,Ættarmótinu“ glænýjum söngleik eftir ljóð- og leikskáldið Ingunni Snædal í leikstjórn höfundar. Sauðdalsættin á það sameiginlegt með mörgum ættum á Íslandi að í henni eru margir kynlegir kvistir. Það má því reikna með að það gangi á ýmsu þegar blásið er til ættarmóts og ekki útilokað að það fari úr böndunum.
Húsið verður opnað kl. 16:00 fyrir getraunir og tombólu og eftir sýningu verða veitingar. Ekki er selt inná sýninguna né rukkað fyrir mat en tekið við frjálsum framlögum í ferðasjóð nemenda.
Verið öll hjartanlega velkomin!