Loksins gefst okkur tækifæri til að halda árshátíð með pompi og prakt og það hefur mikil vinna verið lögð í að gera hana sem skemmtilegasta.
Húsið verður opið frá kl. 16:00 þar sem gestum gefst kostur á að taka þátt í getraunum, tombólu og ýmsu fleiru.
Hápunkturinn er svo kl. 17:00 þegar frumsýndur verður hinni æsilegi gleði- og söngleikur Allt í fári eftir Jökuldælinginn og ljóð- og leikskáldið Ingunni Snædal.
Eftir sýningu verður boðið uppá súpu og að því loknu verður slegið upp balli til kl. 21:00. Það er ekki selt inn á skemmtunina né rukkað fyrir mat en tekið við frjálsum framlögum í ferðasjóð nemenda. Fyrir þá sem vilja styrkja ferðasjóðinn á rafrænan hátt þá eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi. 0305-13-322900 og kt. 621111-0430.
Verið öll hjartanlega velkomin!