Árshátíðin okkar var haldin um helgina. Sýndur var söngleikurinn Ófærð eftir og í stjón Ingunnar Snædal og tónlistarstjóri var Jón Ingi Arngrímsson. Hátíðin var mikil og fjölmenn, hátt á annað hundrað gestir mættu og skemmtu sér vel enda stóðu krakkarnir sig með prýði. Aukasýning var á sunnudaginn og foreldrafélagið stóð fyrir lokauppgjöri á verkefninu með hressingu og balli. Þessi viðburður er sá stærsti á vetrinum og allir bíða eftir bæði ungir sem aldnir. Til hamingju allir sem stóðu að þessari sýningu.