Ferð til Færeyja

Í dag miðvikudaginn 30. sept. fara nemendur á unglingastigi ásamt kennurum í vikuferð til Færeyja. Þau fara og dvelja í Fuglafirði hjá vinabekk sínum til 4 ára. Bekkurinn úti í Færeyjum kom í heimsókn til okkar á vordögum og því hafa böndin styrkst enn betur. Hópurinn mun vinna að nýsköpun og útikennslu úti ásamt færeysku krökkunum og síðan kynnast landi og þjóð. Siglt verður með Norrænu. Hópurinn er orðinn mjög spenntur og frábært að fá þetta tækifæri, verkefnið er styrkt af Nord plus junior.