Fleiri naggrísaungar!

Enn bætist við í fjölskylduna okkar í Brúarási en nú á dögum hefur naggrísum okkar fjölgað um sjö stykki! Þau komu öll undan sömu naggrísa gyltunni og erum við ótrúlega hissa hvað þau eru mörg og ótrúlega brött miðað við það.

Við fyrstu kyngreiningu teljum við að þetta séu fjögur karldýr og þrjú kvendýr en miðað við sögu okkar í þessum málum gæti margt breyst.

Þetta er ótrúlega skemmtileg viðbót og gaman að fá að fylgjast með þeim.

Myndir af grísunum má sjá hér.