Flöskuskeyti

Heiða með flöskuskeytið sitt og bréfið frá Baldri
Heiða með flöskuskeytið sitt og bréfið frá Baldri

Í maí 2013, sendu allir nemendur skólans flöskuskeyti frá gömlu Jökulsárbrúnni. Við vorum að byrja að vinna að vatnsþemanu tengdu Grænfánaverkefninu. Við fjölluðum um hafstrauma og veltum því fyrir okkur hvert skeytin gætu hugsanlega lent. Það er gaman að segja frá því að í júní 2014 fannst fyrsta skeytið. Það var frá Heiðu Rós, það fór ekki langt, heldur fannst það á Jökulsáreyrunum til móts við Galtastaði út. Baldur á Kirkjubæ fann flöskuna og sendi að sjálfsögðu svarbréf. Nú bíðum við og vonumst eftir að fá fleiri svör!