Fyrsta útikennsluvikan

Síðasta vika var fyrsta útikennsluvikan okkar, allir nemendur fóru í haustferð. Yngri nemendur gengu út að Stapavík en eldri nemendur 5. - 10. bekkur gengu í Stórurð og síðan niður í Njarðvík og gistu. Daginn eftir var sandurinn í Njarðvík skannaður og Hvannárgljúfur skoðað. Ferðin var farin í frábæru veðri og nemendur stóðu sig mjög vel. Þessi ferð er mjög mikilvæg hópeflingarferð og gefur krökkunum gott tækifæri á að kynnast. Fullt af myndum úr ferðinni er hægt að finna hér á síðunni undir "Myndir". Næsta vika verður einnig viðburðarrík við fáum verkefnið " Tónlist fyrir alla" í heimsókn, kosnir verða nemendaráðs fulltrúar og vinaliðar sem fara á leikjanámskeið á fimmtudaginn og síðan er frí hjá nemendum leik- og grunnskóla á föstudag vegna haustþings kennara. Það er alltaf eitthvað.