Gleðilegt 2015!

Litlujóla-unglingar eftir Gísla sögu uppfærslu.
Litlujóla-unglingar eftir Gísla sögu uppfærslu.

... og hjartans þakkir fyrir allt gamalt og gott. Við erum auðvitað byrjuð í skólanum, hér myndu koma myndir nema hvað skólamyndavélin er týnd (kemur áreiðanlega í leitirnar eftir helgi) ... við endurnýtum þá bara eina mynd frá litlu jólunum með þessu fréttaskoti :-) 
Það er helst í fréttum að hann Sigurður okkar Alex er farinn frá okkur og ætlar að spreyta sig á námi í Fellaskóla, enda hæg heimatökin fyrir hann þar, í göngufæri við skólann. Við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og eigum eftir að sakna hans. Í leikskólann er svo mættur hann Ivan Myrkvi í Sellandi, kátur og hress.
8. - 9. bekkur er kominn á fulla ferð í LEGO undirbúningi, svo er búið að tilnefna nýja Vinaliða (tilkynnt verður um þá eftir helgi) og allir koma vel undan fríinu, sýnist okkur.

Bestu kveðjur í bili!