Brúarásleikar

Brúarásleikarnir voru haldnir í skólanum fimmtudaginn 21. nóvember. Foreldrar og forráðsmenn mæta í skólann og spreyta sig á hinum ýmsu íþróttum og þrautum. Íþróttasalurinn var stappaður af fólki sem lék sér saman. Eftir það fóru eldri nemendur í Kahoot og léku sér í borðspilum. Á meðan voru yngri nemendur og foreldrar þeirra í keppni inni í íþróttasal. Eftir það skiptu hóparnir um staðsetningu. Dagurinn var mjög ánægjulegur þar sem allir léku sér saman.

 

Brúarásleikar 2024