Nú hafa komið inn myndir frá áframhaldandi draugagerð, vasaljósadegi og Degi íslenskrar tungu. Þar fórum við með ljóðið Úr æsku eftir Jónas Hallgrímsson, sem flestir þekkja sem Buxur, vesti, brók og skó....
Krakkarnir stóðu sig með prýði og gerðu tákn með! Svo voru atriði frá öllum bekkjardeildum og var gaman að sjá og hlusta. Hér má sjá myndirnar!
Nú liggur ekki mikið fyrir hjá okkur, við förum sennilega að detta í jólagírinn þó :)
Heimilisfræði í næstu viku og seinnipart þeirrar viku eru ekki skólabílar vegna Akureyrarferðar grunnskólans en meira um það síðar!
Bestu kveðjur, Margrét Dögg