Naggrísirnir fengu mjólk úr mjólkurdufti fyrstu daga. Þeim var gefið með dropateljara fyrstu dagana en við tók að gefa þeim með pínulítilli sprautu. Þegar þeir voru orðnir 5 daga gamlir töldum við að þeir væru komnir yfir erfiðasta hjallann en það reyndist því miður ekki vera rétt.
Á mánudagsmorgun fundum við gráa naggrísinn með rauðu augun dáinn. Þann dag var Lúna lasin, kannski var það bara mömmuleysi en um kvöldið var hún þó orðin spræk. Á þriðjudagsmorgun fundum við Depil lasinn. Við tókum hann heim en hann var svo lasinn að hann dó rétt áður en skólinn byrjaði.
Þá var Lúna sú eina eftir. Á miðvikudaginn var hún síðan orðin eitthvað einkennileg. Hún virtist vera vond í maganum og geta illa gengið. Við fengum það ráð að tíkurnar sleiktu rassinn á hvolpunum sínum til að fá þá til að skíta. Við líktum eftir því athæfi með blautum eyrnapinna og það ráð virkaði strax. Eftir það hefur Lúna verið spræk.
Fleiri myndir af naggrísunum