Beðið eftir úrslitum búningakeppninnar.
Það þarf ekki að fjölyrða um fjörið og hugmyndagleðina á öskudagsgleðinni þann 17. feb. Veittar voru viðurkenningar fyrir flottustu og frumlegustu búninga í fjórum flokkum: á leikskóla, yngra stigi, eldra stigi og hjá foreldrum. Dómnefndin var ekki öfundsverð af því starfi, en verðlaunin fengu eftirtaldir: Frumlegustu búningar - Ragnar Jökull á Eiríksstöðum, Máni Ben, Aron Víðir og Hafþór Máni í Sellandi. Flottustu búningar - Heiðdís Jökla í Teigaseli, Þóra Jóna, Lára Snædal og Sonja á Eiríksstöðum. Takk fyrir daginn, öll, þetta var stórskemmtilegt. Myndir hér.