Skólaslit Brúarásskóla veturinn 2019-2020

Skólaslit Brúarásskóla skólaárið 2019-2020 verða miðvikudaginn 3.júní kl. 14:00.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár.

Takmarkanir á skólahaldi voru felldar úr gildi þann 4. maí sl. Hvorki fjölda- né nálægðartakmörk gilda um nemendur á leik- og grunnskólaaldri.

Fjöldatakmarkanir og breytt nálægðarmörk gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla og fullorðna gesti í skólum. Allir eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum eins og kostur er.

Varðandi samkomur innan skólabygginga gildir að allir fullorðnir verða að virða fjöldatakmarkanir (ekki fleiri en 200 í sama rými) og tryggja þarf að þeir sem það kjósa geti haldið 2 metra fjarlægð sín í milli.

Viljum við því takmarka gesti við 4 einstaklinga að hámarki með hverjum nemanda.

Því miður verður ekki boðið upp á veitingar að þessu sinni vegna tilmæla almannavarna.

Sjá nánar hér: https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/05/Tilslakanir-á-takmörkunum-25.-maí-fjöldatakmörkun-skólar.pdf