Þorrablót

Á bóndadag er haldið árlegt þorrablót í Brúarási, þá er snæddur þorramatur með öllu tilheyrandi, sungið á meðan borðhald stendur og dansaðir gömludansarnir á eftir. Eins og alltaf var þetta skemmtileg stund, nemendur eru þó lítið spenntir fyrir súrmat og hákarli.