Þorrablót

Á bóndadaginn 24. janúar sl. var haldið þorrablót í skólanum. Fyrst hlupu þeir sprækustu hringinn í kringum skólann í annarri buxnaskálminni. Borðhaldið var inni í íþróttasal. Nemendaráðið sá um leiki í salnum og eftir það var dansað. Þar dönsuðu nemendur og starfsmenn gömlu dansana fram að skólalokum þann dag.