Þrívíddarprentari

Fljótsdalshérað er sífellt að vinna að betri tæknibúnaði í grunnskólum héraðsins, nýjasta viðbótin okkar er þrívíddarprentari sem skólarnir þrír á svæðinu, Brúarásskóli, Fellaskóli og Egilsstaðaskóli fjárfestu í saman nú á vordögum.

Prentarinn er nú staðsettur í Brúarásskóla þar sem hann byrjar ævintýrið sitt, síðan mun hann ferðast milli skóla til að sem flestir nemendur fái tækifæri til að vinna með hann.

Þrívíddarprentari er frábært verkfæri sem hægt er að nýta í forritun, smíðum, stærðfræði, upplýsingatækni og margt margt fleira.