Upplestrarkeppni

Árleg upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í skólanum í síðustu viku. Sigursteinn Arngrímsson var valinn fulltrúi Brúarásskóla og Þorbjörg Eiríksdóttir sem varafulltrúi í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var núna miðvikudaginn 13. mars í Egilsstaðaskóla. Sigursteinn stóð sig með sóma í þeirri keppni.