Vorferð Brúarásskóla var að þessu sinni farin í blíðskaparveðri til Eskifjarðar. Fararstjórinn var Bergljót Georgsdóttir umsjónarkennari á yngsta stigi og var ferðin afskaplega vel skipulögð af hennar hálfu. Gengið var upp að ,,Völvuleiðinu" milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og þaðan fórum við svo í Sjóminjasafnið á Eskifirði. Á báðum stöðum nutum við frábærrar leiðsagnar heimamannsins Guðmanns Þorvaldssonar. Að lokum fórum við og grilluðum hamborgara við sumarbústað sem stendur út með strönd Eskifjarðar og nutum við þar mikillar gestrisni Sigríðar F. Halldórsdóttur. Ferðin var ákaflega vel heppnuð og þökkum við kærlega fyrir hlýlegar móttökur.