Viðburðadagatal og brúarverkefni

Í viðburðadagatali hér til hliðar er búið að setja inn helstu atburði sem eru á skóladagatalinu fyrir áramót og fáeina atburði eftir áramót. 

Fyrsta brúarverkefnið er um blóm. Nemendur fara mikið út á næstunni til að leita blóma. Mikilvægt er að nemendur séu í góðum skóm og í viðeigandi útifötum. Þessa dagana eru allar gerðir af veðri og þess vegna getur það reynt á að finna út hvaða klæðnaður er viðeigandi hverju sinni.