Nú hefur nýr nemendahópur tekið við störfum vinaliða - Alexander Þór, Jódís Eva, Tanya Ruth, Björn Benedikt, Mekkín Ann og Rafael Rökkvi. Þessir nemendur munu sjá um vinaliðastörf þessa önn.
Vinaliðanámskeið var haldið fyrir okkar nemendur, ásamt nemendum Egilsstaðaskóla, nú í vikunni og tókst afar vel til. Mikið húllumhæ var í íþróttahúsinu og ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel.
Um leið og við bjóðum nýja vinaliða velkomna til starfa, þökkum við vinaliðum haustannar fyrir þetta störf.