Í upphafi ársins steig hin hugrakka Snædís Birta fram og greindi frá miklu einelti sem hún hefur verið lögð í sl. fimm ár. Við höfum í framhaldi af því horft á viðtalið við hana með nemendum okkar og haft umræður um þessi mál, og á því verður án efa framhald. Það verður aldrei brýnt nógsamlega fyrir foreldrum að hafa vakandi auga með börnum sínum, og fyrir börnum að vera dugleg að segja frá. Þá er full ástæða til að hvetja fólk til að fylgjast með ef börnin þeirra eru að hafa samskipti á þessum síðum þar sem hægt er að koma fram undir nafnleysi, því að í skjóli þess þrífast alls konar miður geðslegir hlutir. Við fullorðna fólkið þurfum að kenna þeim hvar mörkin liggja. Vinnum saman!
Hér má sjá umfjöllun um mál Snædísar Birtu.