Nýja umhverfisnefnd skipa: Sigmar Stefán, Heiðrún Anna, Arna, Hólmar Logi og Máni. Þórey var líka á fundinum.
Sigmar minnir á að við eigum eftir að útbúa móttökukassa fyrir ljósaperurnar, ekki bara hugsa heldur framkvæma!
Heiðrún vill fjölga pappírslausum dögum.
Farið var yfir hugmyndir frá nefndarfólki:
Vilja fara oftar út og t.d. hita kakó.
Fara í veiði.
Fara í heimsóknir á sveitabæi.
Fara oftar á skíði.
Hafa brún hrísgrjón í matinn.
Fá endur á „tjörnina“ og í dýrahúsið.
Fá fjölbreyttari dýr í dýrahúsið.
Planta fjölbreyttara grænmeti.
Fleira var ekki rætt og allir drifu sig út að taka upp kartöflur og grænmeti.
Þegar búið var að útbúa móttökukassa undir ljósaperurnar (sem var framkvæmt með hraði) gekk umhverfisnefnd í stofur til að minna á að við tökum á móti ljósaperum, rafhlöðum og smáraftækjum. Einnig minntu þau á fatamarkaðinn sem við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram með.