Það var fjölmennt lið nemenda sem fór úr Brúarásskóla föstudaginn 21. nóv til að taka þátt í og fylgjast með keppni á SamAust. Tvö lið úr skólanum tóku þátt í Stíl, þær Arna, Lára og Sigga, og svo þeir Gestur, Magnús og Örn. Skemmst er frá því að segja að þau stóðu sig með mikilli prýði þótt ekki kæmust þau í úrslit. Svo var söngvakeppnin eftir og þar keppti hljómsveitin okkar, þau Dvalinn, Hólmar, Lára, Styrmir og Sigurjón, með frumsamið Sólarlag. Þau urðu í þriðja sæti og við fögnuðum ógurlega!
Hér eru nokkrar mjög lítið góðar myndir, sumar fengnar að láni á facebook-síðu félagsmiðstöðvarinnar Nýung, enda okkar myndataka hálfmisheppnuð (það var svo dimmt!). Það má nú alveg skoða þær samt :-)
Skoða myndir