05.06.2018
Í lok maí fóru nemendur í 9. og 10.bekk í skólaferðalag til Danmerkur. Við byrjuðum í Billund þar sem við fórum í Lalandia og Legoland. Fórum svo til Köben og þar gerðum við margt skemmtilegt; fórum í dýragarð, tívolí, leigðum okkur hjól og stukkum í sjóinn svo eitthvað sé nefnt. Við vorum afar heppin með veður - og erum við öll sammála um að ferðin hafi verið frábær í alla staði.
Lesa meira
22.05.2018
Nemendur í 7.-8. bekk taka þátt í Háskólalestinni föstudaginn 25. maí. Á laugardeginum 26. maí er síðan fjör og fræðsla fyrir alla fjölskylduna, vísindaveisla milli 12-16 í Egilsstaðaskóla. Endilega kíkja við með krakkana.
Lesa meira
04.05.2018
Vortónleikar Tónlistaskólans voru haldnir 3. maí. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir þ.s. fram komu allir nemendur skólans bæði í samspili og í einleik á hin ýmsu hljóðfæri. Verkefnin þeirra voru flest ný og nokkur lög spiluð frá árshátíðinni okkar, einnig var flutt frumsamið lag sem Guðrún Katrín í 3. bekk samdi og söng sjálf við undirspil Jóns Arngríms og Hafþórs Snjólfs.
Lesa meira
01.05.2018
Við á yngsta stiginu eða 1. – 5. bekkur höfum verið að vinna með þjóðsögur úr heimabyggð í Brúarverkefni. Af því tilefni var haldið með hópinn í skoðunarferð út í Jökulsárhlíð til að skoða merka staði. Við skoðuðum Sleðbrjótskirkju og listaverk sem er í garði þar hjá. Gerðisklett sem tengist sögunni um Gatið í Gerðsikletti, gatið líkist skjáglugga og eru sagnir um að það sé gluggi á húsi huldufólks, neðan við klettinn eru tættur af beitarhúsum sem heita Gerði. Að lokum var Drykkjarsteinninn á Surtstöðum skoðaður, heimildir segja að vatnið hafi lækingarmátt við ýmsum kvillum og var stundum sótt langar leiðir.
Lesa meira