Fréttir

Ferð út í Jökulsárhlíð

Við á yngsta stiginu eða 1. – 5. bekkur höfum verið að vinna með þjóðsögur úr heimabyggð í Brúarverkefni. Af því tilefni var haldið með hópinn í skoðunarferð út í Jökulsárhlíð til að skoða merka staði. Við skoðuðum Sleðbrjótskirkju og listaverk sem er í garði þar hjá. Gerðisklett sem tengist sögunni um Gatið í Gerðsikletti, gatið líkist skjáglugga og eru sagnir um að það sé gluggi á húsi huldufólks, neðan við klettinn eru tættur af beitarhúsum sem heita Gerði. Að lokum var Drykkjarsteinninn á Surtstöðum skoðaður, heimildir segja að vatnið hafi lækingarmátt við ýmsum kvillum og var stundum sótt langar leiðir.
Lesa meira

Öskudagurinn 2018

Að venju var líf og fjör hjá okkur í dag - enda öskudagur! Nemendur klæddu sig uppá í tilefni dagsins, marseruðu, slógu köttinn úr tunnunni og kepptu í limbó.
Lesa meira

Vinaliðar

Þá er nýtt vinaliðatímabil hafið og að þessu sinni var dregið úr nöfnum þeirra sem buðu sig fram. Þau nöfn sem komu upp úr pottinum eru; Þorsteinn Ivan, Sara, Rafael Rökkvi, Aron Smári, Sigursteinn og Jódís Eva. Boðað verður til fundar með þessum flottu krökkum í vikunni og hefja þau svo störf. Þeim sem láta af störfum núna, eftir haustönnina, eru þökkuð góð störf ;)
Lesa meira