30.05.2017
Í vorferðinni var stefnan tekin upp í Fljótsdal til að skoða Óbyggðasetur sem er ævintýri líkast og mjög skemmtilegt að upplifa og finna sterkt fyrir gömlum tíma í óbyggðum landsins. Eftir leiðsögn um safnið var grillað og leikið sér, skoðuðum gamlan kláf sem er stutt frá bænum og kemst maður með honum yfir Jökulsá á Fljótsdal. Á leiðinni heim var stoppað í Atlavík fyrir nesti og að njóta skógarins.
Lesa meira
06.05.2017
Vortónleikar Tónlistaskólans voru haldnir 5. maí. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir þ.s. fram komu allir nemendur skólans bæði í samspili og í einleik á hin ýmsu hljóðfæri. Verkefnin þeirra voru flest ný og nokkur lög spiluð frá árshátíðinni okkar, einnig var flutt frumsamið lag sem Guðrún Katrín í 2. bekk samdi og söng sjálf við undirspil Jóns Arngríms. Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku í Nótunni sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna á öllu landinu, þau sem tóku þátt í forkeppninni fyrir norður og austurland voru Ásgeir Máni Ragnarsson, Pálmar Lárusson Snædal, Mekkín Ann Bjarkadóttir, Heiða Rós Björnsdóttir og Hólmar Logi Ragnarsson, flott og efnilegt tónlistafólk sem stundar tónlistanámið af miklum dugnaði. Takk fyrir góða tónleika. Myndir frá tónleikunum eru hér
Lesa meira
28.04.2017
Okkar frábæra lið fór og keppti í úrslitum í Laugardagshöllinni síðasta miðvikudag. Markmið liðsins stóðust, þau ætluðu að gera sitt besta, hafa gaman af þessu, lenda ekki í síðasta sæti og bæta sig frá því síðast. Þetta stóðst allt saman og erum við svooooo hreykin af þessu fína og flotta liði okkar. Þau eru öðrum mikil hvatning til framtíðar.
Lesa meira